Fyrri mynd
Nćsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíđuna okkar. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna. Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

  1-20 af 20  
KlukkanDagsetningGrúppaFrétt
12:01 26. ág. 2019   Fréttir

Mengun úr regnvatnslögn frá Greni- og Furubyggð

Hvítleit mengun í Varmá var tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu sunnudaginn 25. ágúst um kl. 13:30. Heilbrigðisfulltrúi fór á staðinn skömmu eftir tilkynninguna og staðfesti að mengun var að berast í Varmá.
12:03 14. ág. 2019   Fréttir

Ecoligerlar greinast í vatnsbóli sumarbústaðafélagsins Valshamars í Kjós

Uppfærð frétt 15. ágúst 2019: Rannsóknarstofa MATÍS hefur staðfest að saurkóligerlar voru til staðar í sýni úr vatnsbóli Sumarhúsaeigenda við Valshamar. Alls greindust 12 ekoligerlar í 100 ml í sýninu en engir slíkir gerlar mega greinast í neysluvatni skv. reglugerð um neysluvatn og því mikilvægt að sjóða vatnið fyrir neyslu. Sumarhúsafélaginu hefur verið gert viðvart um málið og mun það tryggja að þessar upplýsingar berist til eiganda sumarhúsa á svæðinu.
14:32 09. ág. 2019   Fréttir

Hvalreki á Seltjarnarnesi

Heilbrigðiseftirlitið fékk tilkynningu frá Umhverfisstofnun þann 7. ágúst 2019 um að smáhveli hefði rekið á land norðan við golfskálann á Seltjarnarnesi. Fram kom að Hafrannsóknastofnun væri búin að taka sýni úr hvalnum og líklega væri um kvenkyns grindhval að ræða sem mögulega væri úr vöðunni sem strandaði við Garð fyrir stuttu.
11:33 31. júl. 2019   Fréttir

Slys við Hvammsvík í Kjósarhreppi

Olía lak úr rafstöð sem fór á hliðina

Heilbrigðiseftirlitinu barst tilkynning frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins seinnipartinn í gær um olíuslys við Hvammsvík í Kjósarhreppi. Rafstöð í 20 feta gámi hefði slitnað frá vörubíl þegar verið var að flytja hann norður í land með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og á hliðina. Í gámnum er 5900 lítra díselolíutankur og var talsvert af olíu í tanknum þegar slysið varð.
11:56 04. jún. 2019   Fréttir

Ný skýrsla um lífríki Silungatjarnar, Krókatjarnar og Selvatns í Mosfellsbæ

Merkilegur fundur í Silungatjörn

Ný skýrsla hefur verið gefin út af Náttúrufræðistofu Kópavogs um lífríki Silungatjarnar, Krókatjarnar og Selvatns í Mosfellsbæ að beiðn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Skýrslan er byggð á úttekt sem gerð var árið 2016. Eftirfarandi eru upplýsingar úr ágripi skýrslunnar sem skrifuð er af Haraldi R. Ingvasyni ofl. Markmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lykilþætti í lífríki og efnabúskap vatnanna þriggja. Rannsóknin náði til efna- og eðlisþátta, vatnagróðurs, smádýralífs og fiska. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að vötnin eru ólík innbyrgðist hvað varðar vatnsbúskap og tilvist og tegundarsamsetningu laxfiska. Þá sker Selvatn sig frá hinum vötnunum hvað þéttleika og tegundasamsetningu smádýra varðar, enda stærst og langdýpst þeirra þriggja. Vatnsgæði eru mikil m.t.t. flestra þátta og ekkert sem bendir til að vötnin séu undir álagi vegna mengunar. Til að tryggja að svo verði til framtíðar þarf að gæta varúðar í umgengni á svæðinu og að auki má árétta að neðar á vatnasviðum umræddra vatna eru bæði fengsæl veiðisvæði og útivistarperlur.
11:21 08. apr. 2019   Fréttir

Mælingar á svifryki hefjast við Brúarland útibú Varmársskóla

Umferð hefur aukist um tæp 40% við Brúarland frá árinu 2014.

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis ákvað á fundi sínum í dag að hefja mælingar á svifryki (PM10) við Brúarland útibú Varmársskóla í Mosfellsbæ. Mælir verður fenginn að láni frá Umhverfisstofnun sem einnig mun framkvæma mælingarnar og munu niðurstöður verða birtar jafn óðum á vefsvæinu www.loftgaedi.is ásamt öðrum mælingum sem framkvæmdar eru á landinu. Ákveðið var að staðsetja mælinn á leiksvæði barna við skólann sem er í um 40 m. fjarlægð frá Vesturlandsvegi.
19:22 18. mars 2019   Fréttir

Úrskurðað Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis í vil

Álagning dagsekta staðfest og sóknaraðili dæmdur til greiðslu málskostnaðar

Þann 14. mars 2019 var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sóknaraðilinn Fylkir ehf. krafðist þess að felld yrði úr gildi fjárnámsgerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem fram fór 16. mars sl. að kröfu varnaraðilans Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, Jafnframt var krafðist málskostnaður úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krafðist þess að kröfum sóknaraðila yrði hafnað og að fjárnámsgerð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 16. mars 2018 yrði staðfest. Þá krafðist hann málskostnaðar.
12:51 19. feb. 2019   Fréttir

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis er komin út.

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis var kynnt á fundi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis á fundi þann 14. febrúar 2019.
16:54 30. okt. 2018   Fréttir

Breytingar á fyrirkomulagi starfsleyfisútgáfu

Breytingar verða á fyrirkomulagi starfsleyfisútgáfu fyrir starfsemi sem valdið getur mengun og fyrirtæki á sviði hollustuhátta á næstunni með tilkomu reglgerðar um losun frá iðnaði og mengunarvarnaeftirlit. Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá iðnaði og mengunarvarnaeftirlit eru umsóknir um starfsleyfi þeirra fyrirtækja sem talin eru upp í viðauka X. í reglugerðinni nú birtar á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Þegar starfsleyfistillaga liggur fyrir er starfsleyfi auglýst í fjórar vikur ásamt starfsleyfisskilyrðum þar sem almenningi og þeim sem hagsmuna eiga að gæta gefst kostur á að koma að athugasemdum við starfsleyfisútgáfuna. Að fresti liðnum að teknum tilliti til athugasemda eru starfsleyfi gefin út og birt er greinargerð um afreiðsluna.
16:19 11. júl. 2018   Fréttir

Fiskadauði í Varmá Mosfellsbæ

Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis barst í dag tilkynning um fiskadauða í Varmá ofan undirgöng við Reykjalundarveg. Við skoðun fundust tveir dauðir tittir á þessum stað sem voru fjarlægðir. Engir fiskar fundust ofar í ánni. Í tilkynningunni kemur fram að fiskarnir hafi verið að drepast þegar komið var að um kl 18 í gærkvöldi (þriðjudag). Engar vísbendingar voru um ástæður þessa og engin mengun var sýnileg í ánni. Fyrir um ári var vart við fiskidauða sem átti orskök í rangri tenginu frá sundlaug með þeim afleiðingum að klórmengað vatn komst í ána og drap fiska. Þessi tenging hefur nú verið lagfærð þannig að afrennsli sundlaugarinnar fer í skópveitu. Orsaka fyrir fiskadauða nú verður því að leita annarsstaðar.
13:48 05. júl. 2018   Fréttir

Ný heilbrigðisnefnd tekur til starfa

Nýir fulltrúar hafa verið kosnir í Heilbriðisnefnd Kjósarsvæðis sem munu starfa kjörtímabilið 2018-2022. Nefndin mun skipta með sér verkum á fundi þann 26. júlí 2018. Eftirfarandi eru aðalmenn í nefninni. Hafsteinn Pálsson, D lista fulltrúi Mosfellsbæjar Hannes Tryggvi Hafstein, D lista fulltrúi Seltjarnarnesbæjar Linda Björk Ragnarsdóttir, fulltrúi atvinnulífs Magnús Rúnar Dalberg, S lista fulltrúi Seltjarnarnesbæjar Sigríður Klara Árnadóttir, fulltrúi Kjósarhrepps Valborg Anna Ólafsdóttir, M lista fulltrúi Mosfellsbæjar
12:47 26. jún. 2018   Fréttir

Auglýsing um breytingu á gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins.

Auglýsing um breytingu á gjaldsskrá nr. 1080/2017 fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis hefur verið birt í Stjórnartíðindum og öðlast þegar gildi. Breytingin ber númerið 646/2018. Sjá gildandi gjaldskrá nr. 1080/2017 með breytingu skv. auglýsingu nr. 646/2018.
15:18 13. jún. 2018   Fréttir

Útgefin starfsleyfi aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

Starfsleyfi sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur gefið út eru nú aðgengileg á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins og munu ný starfsleyfi birtast jafn óðum. Unnt er að sjá starfsleyfisvottorð viðkomandi starfsemi, útgáfudag og gildistíma ásamt dagsetningu síðustu eftirlitsheimsóknar.
11:53 28. mars 2018   Fréttir

Heilbrigðiseftirlitið hlýtur styrk til grunnrannsókna á lífríki Selvatns, Silungatjarnar og Krókatjarnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis styrk til grunnrannsóknar á vistfræði Selvatns, Silungatjarnar og Krókatjarnar í Mosfellsbæ að upphæð 1 milljón króna. Unnið er að rannsókninni af Náttúrufræðistofu Kópavogs sem áður hefur rannsakað Hafravatn og Meðalfellsvatn fyrir heilbrigðiseftirlitið. Verkefnið fellur m.a. undir reglugerð um varnir gegn mengun vatns og felst í að kanna grunnástand lífríkis í þessum vötnum sem er mikilvægt m.a. til að geta brugðist við ef ástandi hrakar síðar.
15:38 15. mars 2018   Fréttir

Olía fór niður á bílaplan við Kjarna í Mosfellsbæ

Heilbrigðiseftirlitið fékk í morgun tilkynningu um að glussaslanga á flutningabíl hefði gefið sig og olía hefði dreifst um bilaplanið við Þverholt 2 í Mosfellsbæ í kjölfarð. Eftirlitið var upplýst um að hreinsibíll væri á leiðinni og var niðurföllum lokað með vatnsfylltum plastpokum til að koma í veg fyrir að olían færi niður þar sem regnvatnslagnir enda í Varmá. Heilbrigðiseftirlitið sendi þann bíl sem kom þó í burtu þar sem spúla átti olíunni niður með tjöruleysi sem hefði nú ekki verið gott fyrir blessaða Varmána. Mengunarvaldi var leiðbeint um að kalla slökkvilið til sem mætti skömmu síðar og dreifði uppsogsefnum yfir olíuna og sópaði upp.
11:38 09. mars 2018   Fréttir

Heilbrigðiseftirlitið tekur rafbíl í sína þjónustu

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis keypti í byrjun árs VW e-golf sem er rafbíll en embættið átti áður Ford Focus díselbíl árgerð 2009. Skv. upplýsingum á vefsetrinu Orkusetur.is má gera ráð fyrir að miðað við 15 þúsund kílómetra akstur á ári sparist eldsneytiskostnaður uppá kr. 90.144 á ári . Gamli bíllinn losaði 1.485 kg. af C02 út í andrúmsloftið en engin losun er frá nýja rafmagnsbílnum og leggur embættið þannig sitt af mörkum í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda.
16:18 05. feb. 2018   Fréttir

Neysluvatn í Reykjavík er öruggt til neyslu

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis vekur athygli á fréttatilkynningu frá Matvælastofnun sem birtist á vef stofnunarinnar í dag í kjölfar þess að Veitur upplýstu um of mikinn gerlafjöldi í neysluvatni í sýnum sem tekin voru af fyrirtækinu úr borholum sl. föstudag.
11:12 30. jan. 2018   Fréttir

Tilkynning um ný netföng

Ný netföng hafa verið tekin í notkun hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Aðalnetfang heilbrigðiseftirlitsins er nú eftirlit@eftirlit.is.
16:06 19. jan. 2018   Fréttir

Neysluvatn stenst gæðakröfur neysluvatnssreglugerðar

Niðurstöður hafa nú komið úr neysluvatnssýnatöku á Kjósarsvæði frá 16. janúar og sýna þær að neysluvatn stenst nú gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar.
14:25 16. jan. 2018   Fréttir

Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

Fundur var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir þann 16.1.2018. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis sat fundinn.